ITTOQQORTOORMIIT


Scoresby fjörður er stærsti fjörður í heimi. Hann er nefndur eftir enska landkönnuðinum William Scoresby en fjörðurinn var fyrst byggður 1925 til að varna landtöku Norðmanna á Austurströndinni. Ís er kringum fjörðinn 10 mánuði ársins svo aðeins er hægt að komast að honum með birgðar á skipi tvo mánuði ársins. Eina byggðin á austurströndinni er bærinn Itseqqortoormiit en í honum búa 447 manns og 700 hundar. Þeir eru sveltir til að nýtast betur til veiða og hafa hundasleðar forgang á götum bæjarins. Ekki er talað sama tungumálið á Austur-og Vesturströng Grænlands svo eitthvað er um samskiptarörðugleika.

Bærinn samanstendur af:
Leikskóli, grunnskóli, dagvistun
Matvörubúð og tvær sjoppur
Bæjarskrifstofa (þar er internet sem er mjög hægt)
Sjúkrahús (þar eru 2 hjúkrunarkonur og 1 læknir)
Lögreglustöð sem samanstendur af tveimur fangaklefum
Póstafgreiðsla/banki sem opin er 1 klst á dag
Veðurstöð
Ferðaskrifstofa
Gistiheimili
Bar sem opin er milli 10 – 12

Samfélagið:
Danir í öllum bestu starfstöðunum
Hafís hefur áhrif á verslun og vörubyrgðir þar sem hann takmarkar skipsferðir. Með ísnum komast íbúarnir þó til annarra bæja.
Sá sem fyrstur sá björnin fékk eitt sinn skinnið en nú er það sá sem skýtur hann. Feldurinn mest notaður í teppi og föt.
Hundar gelta öðruvísi þegar þeir koma auga á ísbirnir.
Ekki er hægt að borða ísbjarnarkjötið þar sem það er eitrað. Mengaður sjór →Selir → ísbirnir borða selina og innbyrða eitruefnin → synda í sjónum.
Árskvótinn er 64 dýr.
Áður gátu grænlenskar fjölskyldur orðið sér úti um pening með því að vinna ýmsar vörur úr selskinni og selja það ferðamönnum en eftir að Evrópusambandið og Ameríka bannaði allan innflutning þess varð það ekki lengur hægt.
Mikið er borðað af selum. Þeir eru veiddir með því að sitja fyrir um svokallaðar „öndunarholur“ og stinga síðan með spjóti í gegnum ísinn þegar selurinn kemur upp til að anda. Getur oft verið margra klukkutíma bið.
Í dag er Grænland kristinnar trúar en áður var andatrú þar sem töfralæknar gengdu hlutverki presta. Ritmálið fyrir grænlenska tungumálið var fundið upp í gegnum kristni.

Loftslagsbreytingar:
Enginn snjór → áhrif á hundasleða, veiðar og samgöngur
Tveir bæir nálægt Itseqqortoormiit hafa verið eyðilaggðir með því að slökkva á rafmagni til þeirra og neyða fólk til að flytja. Það var gert vegna þess að kostnaður við að halda bænum uppi og senda rafmagn til hans var talinn of mikill.

No comments:

Post a Comment