DÝR


Dýr


1.
Dýr á Grænlandi gegna öðru hlutverki en hjá Íslendingum. Hundar eru til dæmis notaðir við veiðar á Grænlandi en sem heimilisdýr á Íslandi.
Hundar eru einnig mjög mikilvægir fyrir samgöngur á Grænlandi en menn ferðast mikið á hundasleðum þar sem hundar, allt frá tveimur og upp í 20 saman, eru bundnir við sleða og   látnir draga þá. Engir vegir eru á milli bæja á Grænlandi og oft er snjór og því getur þetta verið hentug leið til þess að komast á milli staða. Ekki er komið fram við hundanna sem gæludýr heldur eru þeir yfirleitt bundnir úti og þá er bannað að gefa þeim og klappa. 

2.

Á Grænlandi lifa 9 tegundir villtra landspendýra
-Alls eru átta tegundir villtra landspendýra á Íslandi
Á Grænlandi lifa 9 tegundir villtra landspendýra en þær eru aðeins 8 á Íslandi. Á Íslandi eru það tófa, minkur, hreindýr, hagamús, húsamús og brúnrotta. Auk þeirra eru síðan útselurinn og landselurinn sem synda í kringum Íslandsstrendur. Ástæða þess að fleiri landspendýr eru á Grænlandi er líklega sú að Ísland er mikið minna og dýr þurfa annað hvort að synda eða fljúga mjög langt til að nema land hér. Dýrin eiga auðveldara með að komast til Grænlands útaf hafís.


3.
Ísbjörnum fækkar mikið í Grænlandi, á 12 árum fækkaði ísbjörnum úr 28.000 í 5.500
-Fjórir ísbirnir hafa stigið á Ísland síðan 2008
Ísbjörnum hefur fækkað mikið á Grænlandi gegnum árin en árið 1993 var heildarstofnstærð ísbjarna á Grænlandi 21.470-28.370 dýr en þau voru aðein 4.000-5.500 árið 2005. Dýrin halda sig mest á norðvestur- og norðaustur hluta Grænlands.
Ísbirnir lifa ekki á Íslandi en það eru samt sem áður til þónokkur dæmi um að ísbirnir hafi villst af leið og komið til Íslands með hafís. 
Elsta vitneskjan um komu ísbjarnar til Íslands er talin vera frá 890 en þá er sagt frá Ingimundi gamla, sem var landnámsmaður í Vatnsdal. Hann er sagður hafa séð birnu með tvo húna og þannig hafi Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu hlotið nafn sitt. 
Í maí og júní 2008 stigu tvö bjarndýr á Ísland á Skaga. Í janúar 2010 fannst ísbirna á Íslandi hjá Sævarslandi og í maí 2011 fannst ísbjörn á Íslandi í hlíðum Hælavíkur. 

4.
Selir eru þýðingarmikil dýr fyrir Grænlendinga og lifa 5 tegundir við strendur Grænlands. 
-Tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum Íslands.
Þær tegundir sem lifa við strendur Grænlands eru:
Grænlands-selurinn (Phoca groenlandica), Hringanórinn (Phoca foetida), Landselur ( Phoca vitulina), Granselur ( Halichoreus grypus) og Blöðurselur (Cystophora cristata)   

5.

Talið er að um 2.000.000 sela séu á Grænlandi
- Einungis eru um 21.000 sela eru við Ísland
Á Íslandi eru tvær tegundir sela, útselir og landselir þó svo að iðulega komi norðlægari tegundir heimsókn, t.d hringnóri og blöðruselur. Um 15.000 landselir lifa við Íslands en einungis um 6.000 útselir. 

6. og 7. 

Tæplega 4000 sauðnaut lifa á Grænlandi og er það 40% af heimsstofninum
Sauðnaut eru sérstök í útliti. Þau hafa langan, þykkan og síðan feld, eru með stutta og sterklega fætur, breiðar klaufar og eru bæði kynin hyrnd. Þau minna um margt á þau dýr sem ríktu á ísöld. Sauðnautinn deildu búsvæðum með þessum dýrum en tókst að lifa af til dagsins í dag með því að færa sig norður í átt að kaldara veðurfari en þau lifa á heimsskautasvæðum í kringum norðurpólin. Sauðnautin þola miklar frosthörkur og hríðarveður en feldurinn er þeim afar góð vörn. Þau eru hjarðdýr og ferðast saman í um 10-12 dýra hópum þó svo að hjarðir með allt að 60 dýrum þekkist einnig. Þau eru friðuð en eru þó ekki á lista yfir dýr í útrýmingarhættu þar sem að þau voru tekin af honum þegar að dýrunum tók að fjölga aftur eftir mikla ofveiði.

8.

 Grænlenski hákarlinn er eina hákarlategundin sem lifir í ísköldum sjó og lifir jafnframt norðanlegast.
- Grænlenska hákarlinn má einnig finna við strendur Íslands
Grænlenski hákarlinn er ein stærsta hákarlategundinn og geta orðið allt 7.3 metrar að lengd og um 1400 kg en eru þó yfirleitt milli eða á bilinu 2.44-4.8 metrar og eru þá karlarnir minni en konurnar. Þeir eru mjög hægsyndir sem er ekki skrítið þar sem taka verður inn í myndina að þeir lifa í mjög köldum sjó eða allt frá -0.6 °C til 10°C og því hlýtur blóðið í þeim að renna hægar og einnig geta þeir geta lifað á allt að 2200 metra dýpi. Til eru ýmsar þjóðsögur um hákarlinn og hljómar ein þannig að kona ein hafi þvegið hár sitt upp úr þvagi og þurrkað það með efnisstrangi. Efnisstrangurinn fauk út á sjóinn og úr honum varð til Skalugsuak, eða fyrsti hákarlinn. Þess má geta að hold Grænlandsshákarlsins er eitrað og inniheldur mikið magn af þvagi. Talið er að Grænlenski hákarlinn geti lifað í allt að 200 ár.

9. 
Um 60 tegundir fugla eru á Grænlandi allt árið um kring en 235 tegundir hafa fundist við Grænland.
-Á Íslandi eru um 80 tegundir fugla allt árið um kring en um 330 fugla hafa sést við Ísland. 
Hvítstélaði örninn, nattoralik á grænlensku, er stærsti ránfugl Grænlands og hann finnst aðallega á suðurhluta vesturstrandarinnar og er einnig friðaður. Fýllinn, quaqulluk, er algengasti fuglinn sem sést á Grænlandi og líkist máv. Brünnich's Langvían er einn algengasti svartfugl Grænlands og er bringa hans vinsæll réttur veitingastaða. Æðakolla, aavooq, er algengasta önd Grænlands og er mjög algeng á strandsvæðum víðs vegar um landið.

10.
Aðeins um 700 tegundir skordýra lifa á grænlandi -Til eru 1245 skordýrategundir á Íslandi
Mikið minna er af skordýrum á Grænlandi heldur en á Ísland en um aldamótin 2.000 voru um 700 skordýrategundir á Grænlandi en 1245 á Íslandi. Þar af voru 84 tegundir köngulóa á Íslandi en aðeins 60 á Grænlandi. Hins vegar finnst ein tegund moskítóflugna á Grænlandi en þær eru ekki til staðar á Íslandi.


11.

Um 15 tegundir hvala heimsækja sjóinn að ströndum Grænlands en aðeins 3 tegundir þeirra eru um kyrrt yfir veturinn.
Eftirfarandi tegundir hvala eru í kringum Grænland:
~Bowhead hvalurinn er mjög stór og þungur heimskautahvalur sem er oft í sjónum við Qeqertarsuaq á Eyjunni Disko Island. Hvalurinn getur orðið 20 metrar á lengd og um 90 tonn á þyngd.
~Náhvalurinn (Narwhal hvalur) er meðalstór, tannber hvalur sem vegur frá 800-1600 kg og getur orðið 4-5 metrar. Hann er þekktastur fyrir örmjóa og oddhvassa keilu sem hann hefur framan á sér sem getur orðið allt að 3 metrar. Keilurnar eru vörn og hálfgert vopn þessara hvala. Náhvalir sjást oft við Melville Bay, á svæðinu kringum Qaanaaq og á Norð-Austur Grænlandi.
~Mjaldurinn er líkt Náhvalnum meðalstór, tannber hvalur. Hann er frá 3-5 metrar á lengd og vegur frá 400-1500 kg. Mjaldurinn getur kafað mjög djúpt, um 600 metra, í allt að 15 mín í einu. Þessir hvalir sjást á milli Maniitsoq og Disko Bay og í Qaanaaq og Upernavik.
Þessar tegundir hvala eru mjög sjaldgæfar annarsstaðar í heiminum.



No comments:

Post a Comment