NÁTTÚRA

Náttúra


1. 
Grænland er hluti af Norður-Ameríku
- Ísland tilheyrir Evrópu.

Landfræðilega séð á hluti Grænlands að tilheyra Norður-Ameríku en tilheyrir Danmörku í staðinn. Á síðustu árum hefur Grænlendingum orðið mjög ágengt í að losna undan stjórn Danmerkur og má nefna þrjá helstu áfanga þeirra í baráttunni:
  • Þann 1.maí 1978 fékk grænland heimastjórn
  • Þann 25. Nóvember 2008 vann Grænland þjóðaratkvæðargreiðslu með miklum meirihluta, eða um 76%, um aukna sjálfstjórn landsins
  • Þann 21. Júní 2009 lýsti Grænlendingar yfir fullum sjálfsákvörðunarrétti í málumer tengjast réttarfari, stefnumótun og náttúruauðlindum. Síðan þá heldur danska ríkið utan um stjórn utanríkis-og varnarmála þótt Grænlendingar séu viðurkenndir sem aðskilin þjóð samkvæmt alþjóðalögum.

2.

Grænland er stærsta eyja í heimi sem er ekki heimsálfa og er 2.175.900 Ferkílómetrar
- Ísland er  í 18. sæti á listanum yfir stærstu eyjur í heimi og er 103.000 ferkílómetrar
Grænland getur rúmað marga menn en eyjan er nærri því jafn stór og meginland Evrópu. Hún er austasta heimskautaaeyja Norður-Ameríku og er 2.175.900 km2  að flatarmáli, 2640 km þar sem hún er lengst og 1280 km þar sem hún er breiðust. Grænland er 20 sinnum stærri en Ísland og er það stórt að það er norðar, sunnar, austar og vestar en Ísland. 

3.
Strandlína Grænlands er um 44.087 km, sem er ríflega ummál jarðar við miðbaug.
Strandlína Íslands er um 4.970 km.
Heimildum ber ekki alveg saman um strandlínu Grænlands. Getur það stafað af jöklum sem standa í allt í kringum landið. Allar byggðir landsins eru við strandlengjuna og flestar á suðvesturströndinni.

4.

Jöklar þekja um 85,7% Grænlands sem eru 1,755,637 km2
Á Íslandi þekja jöklar aðeins 11,6% landsvæðisins þ.e. Um 10,800 km2 


5.
Í kringum 10.000 - 15.000 ísjakar brotna af Grænlandsjöklinum hvert einasta ár
Nýleg rannsókn sem háskólinn í Cambrige stóð að leiddi í ljós að bráðnun jöklanna hefur tvöfaldast á síðasta áratug. Hér má sjá áhugaverða grein og myndband um bráðnum Grænlandsjökulsins. 

6.
Ef Grænlandsjökull bráðnar, mun sjávarmál á jörðinni hækka um 6-7 metra
Ef að Vatnajökull myndi bráðna myndi það leiða til mikillar eldvirkni
Bráðnun Grænlandsjökuls er háalvarlegt mál. Jökullinn bráðnar á ógnarhraða og bráðnar nú 5 sinnum hraðar en fyrir 20 árum. Meira um málið, m.a. myndband, má finna hér

7.

10% af ferskvatnsbirgðum heimsins er bundinn í Grænlandsjökli
Rúmlega 70% af yfirborði jarðar er þakið vatni. Þótt við fyrstu sín virðist ofgnótt af þessu lífsnauðsynlega efni liggur vandinn í því að hafa aðgang að ferskvatni.


  • 97.5% af öllu sem vatni finnst á jörðu er saltvatni sem skilur aðeins eftir 2.5% af ferskvatni
  • Tæplega 70% af ferskvatni er bundið í í Suðurskautslandinu og Grænlandsjökli. Megnið af afganginum er svo til staðar í jarðvegi eða liggur djúpt ofan í jörðu sem ónýtt vatnsuppspretta
  • < 1% af ferskvatnsbirgðum heims (eða um 0.007% af öllu vatni jarðarinnar) er aðgengilegt mönnum. Þessar vatnsbirgðir er að finna í stöðuvötnum, ám, lónum og þeim vatnsuppsprettum sem eru nógu ofarlega til að það borgi sig að bora þær upp. Þetta magn er reglulega endurnýtt með regni og snjókomu og þess vegna aðgegnilegra.

8.
Hæsti tindur Grænlands er Gunnbjorn sem er um 3.700 metrar
Í Íslendingasögunum kemur fjallið fyrir og er þá kallað Hvítserkur. Það var fyrst klifið þann 16.ágúst 1935 af Augustine Courtauld, Jack Longland, Ebbe Munck, Harold G. Wager og Lawrence Wager. Tindurinn var nefndur eftir Gunnbirni Úlfsyni, sem var fyrsti víkingurinn sem kom til Grænlands.


9.
Ilulissat  hýsir virkasta skriðjökul á norðurheimskautinu, Jakobshavn
Út frá Vatnajökli falla um 30 skriðjöklar. 
Jökullinn Jakobshavn er 6.5 % af öllum Grænlandsjökli og framleiðir um 10% af Grænlandsís. Ísjakar sem brotna af Jakobshavn eru svo stórir, (allt að kílómeter að hæð) að þeir eru of stórir til að sökkva til botns á fjörðinum og standa bara uppúr honum, stundum í mörg ár, eða þar til jökullinn nær að brjóta þá með miklum krafti. Búið er að rannsaka Jakobshavn í um 250 ár og er hefur hann verið mikilvægur við að þróa skilning manna á loftlagsbreytingum jarðar. 
Vatnajökull, sem áður var nefndur Klofajökull er þíðjökull staðsettur á suð-austur hluta Íslands. Út frá Vatnajökli falla um 30 skriðjöklar og sem dæmi má nefna Tunguárjökul, Skálafellsjökul, Brúarjökul, Svínafellsjökul og Öræfajökul (þótt Öræfajökull sé ekki skriðjökull er hann syðsti hluti Vatnajökuls og tilheyrir því Vatnajökli).

10.

Árið 1888 var fyrst farið yfir jökulhettu Grænlands, á skíðum.
Árið 1888 var Fridtjof Nansen, ásamt fimm félögum,fyrstur til að fara yfir jökulhettu Grænlands. Þeir félagarnir eyddu sex vikum að skíða yfir jökulhettuna frá austri til vesturs og þurftu þeir eyða vetrinum 1888-89 í Godthåb (Nuuk) á vesturströnd áður en þeir gátu fengið skip til baka til Noregs. Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hér.

 
11.

Mesti hluti Grænlendinga býr í vesturhluta Grænlands, sem er ekki þakið ís
- Mesti hluti Íslendinga býr á Suð-Vestur hluta Íslands, á höfuðborgarsvæðinu
Það segir sig sjálft hvers vegna Grænlendingar kjósa að búa á Vesturhluta Grænlands, en það er mun aðgengilegra. Hinsvegar eru nokkur þorp á Austurhluta Grænlands, til dæmis Ittoqqortoormiit, en ítarlegri upplýsingar um þann stað má finna í öðrum "tengli" á síðunni. 


12. 
Höfuðborg Grænlands heitir Nuuk
- Höfuðborg Íslands heitir Reykjavík

  Í Höfuðborg Grænlands, Nuuk búa um 15.000 manns. Nuuk heitir á dönsku Godhåb og var vegna þess stundum kölluð Góðvon á íslensku. Heimastjórn Grænlands, þing og háskóli eiga aðsetur í Nuuk. 

Í Höfuðborg Íslands, Reykjavík búa um 120.000 manns. Ingólfur Arnarson nam land fyrstur manna á Íslandi, í Reykjavík og nefndi borgina Reykja(r)vík. Talið er að hann hafi nefnt víkina Reykja(r)vík vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grendinni. 

13.

Á Grænlandi búa tæplega 56.800 manns
-Á íslandi búa um 320.000 manns
Íbúum á Grænlandi fjölgar hvorki né fækkar ár hvert, en landið heldur ágætri kúrfu.
Á Íslandi fjölgar íbúum um ca. 0,4% ár hvert. 


14. 

Júlí er eini mánuðurinn þar sem hitinn fer yfir frostmark á Grænlandi.
- Á Íslandi getur hitastig farið yfir eða undir frostmark, hvaða tíma árs sem er.
 Í Syðri-Straumfirði á Grænlandi er einn hlýjasti staður norðan heimskautsbaugs í júlí, meðalhitinn að degi til 16 stig. Í janúar er meðalhitinn hins vegar meira en 20 stiga frost. En andstæðurnar á Grænlandi eru magnaðar. Á svipaðri breiddargráðu og Syðri-Straumfjörður á austurströndinni, gegnt Vestfjörðum, er staðurinn Tingmiarmiuut þar sem meðalhitinn í júlí er aðeins um 4 stig, eða kaldasti staður við sjávarmál á norðurhveli jarðar að sumarlagi.
Á Íslandi er temprað loftslag, landið er ekki stórt og geta mánaðarmeðaltöl í hita á tilteknum stað veitt góða hugmynd um aðra staði á landinu. Golfstraumurinn hefur talsverð áhrif á hitastig, að vetri til er hlýjar meðfram ströndinni en inni á landi. Þetta getur þó breyst sé hafís við landið eða ef mjög hægviðrasamt er. Að sumri til ræður vindafar miklu um hitastig á landinu. Mesti hiti sem mælst hefur á landinu var 30,5 °C Teigarhorni þann 22. júní 1939 en lægsti hiti mældist á Grímsstöðum og Möðrudal -38 °C þann 21. janúar 1918. Meðalhiti í Reykjavík í janúar er 1,8 °C en –8 °C á miðhálendinu þar sem vetur eru kaldastir. Meðalhiti í júlí er um 10 °C á landinu öllu, aðeins lægri á norðurlandi.



15.
Meðalhitastig í Nuuk í janúar er -7.4°C en í júlí 6.5°C
Meðalhitastig á Akureyri í janúar er -1.9°C en í júlí 10.9°C
Hafið í kringum Grænland hefur mikil áhrif á veðrið í landinu. Á sumrin er besta veðrið innst í löngu fjörðunum. Á Grænlandi er mjög lítill raki  og því er mikla frostið ekki alveg jafn slæmt og sumir gætu haldið.

16.
Á Grænlandi sest sólin ekki frá 25. maí til 25. júlí
-Á Íslandi er lengsti dagur ársins 21. júní  þá kemur sólin upp um klukkan 3 en sest ekki fyrr en um miðnættið.


17.

Norðurljós sjást á Grænlandi allan ársins hring, þegar ekki er skýjað 
-Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur.
Hér er hægt að finna Norðurljósaveðurspá fyrir nánast alla staði í heiminum.


18.
Á Grænlandi er stærsti þjóðgarður í heimi en ca. 45% af Grænlandi er þjóðgarður og finnst þar spennandi dýralíf norðursins.
Flatarmál Grænlands er 2.166.086 km2en þjóðgarðurinn á Norðaustur-Grænlandi sem var stofnaður árið 1972 og stækkaður árið 1988 er nú 972.000 km2. Hann er því nærri tífalt stærri en Ísland. Ísland á samt sem áður stærsta þjóðgarð Evrópu en það er Vatnajökulsþjóðgarður.
Þjóðgarður Grænlendinga (á grænlensku: Kalaallit Nunaanni nuna eqqissisimatitaq) er stærsti þjóðgarður heims og væri 31.stærsta land í heimi eg að því er að skipta. Meirihluti landsvæðisins er þó hulið hinum stóra Grænlandsjökli og hafast þar við um 50 manns að staðaldri. Vinsælt er meðal ferðamanna að leggja leið sína í garðinn, og þá helst til að virða fyrir sér landslag og dýralíf. Um þjóðgarðinn er helst farið á sleðum eða skipum. Ferðamannaskrifstofan er staðsett í Ittoqqortoormiit og sér hún um að skipuleggja ferðir um þjóðgarðinn.


19.
Diskó eyja eða Qeqertarsuaq er 8,578 ferkílómetrar að stærð sem gerir hana að stærstu eyju Grænlands fyrir utan landið sjálft.
Diskó-flói hefur verið ein aðalveiðistöð á Grænlandi frá því að menn fóru að flytjast þangað. Elstu fornminjar Diskó-eyju eru um 5000 ára gamlar og þar hefur fundist mikið af minjum frá hinum ýmsu tímum búsetu Inuíta og forvera þeirra. Grænlendingar hinir fornu höfðu eflaust oft viðkomu á Diskó-eyju enda í miðri Norðursetu. Líklegt er að Bjarney í fornum heimildum hafi einmitt verið Diskó-eyja.


20.


Þjóðarblóm Grænlendinga heitir Eyrarrós 
-Þjóðarblóm Íslendinga er Holtasóley (Dryas octopetala)
Eyrarrósin er mjög áberandi í umhverfi Grænlands og gefur landinu skærfjólubláan lit. Á Grænlensku nefnist hæun "Niviarsiaq" en það merkir "ung stúlka".
Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga og fékk hún þann titil árið 2004 eftir nokkrar skoðanakannanir og kosningu  almennings. Holtasóley er hvít með átta stórum krónublöðum, gul í miðjunni og vex um land allt í þurru mólendi og melum. Hún hefur meðal annars fundist í 1000 metra hæð í Skagafirði. 

21. 
Á Grænlandi, líkt og á Íslandi eru til heitar laugar, en heitt vatn er til í mun minna mæli á Grænlandi en á Íslandi.
Baðmenningin á Grænlandi er alls ekki sú sama og á Íslandi, þar sem aðgangur að heitum laugum er mikill. Eina aðgengilega náttúrulega laugin er staðsett í Uunartoq. Þrátt fyrir nokkra tíma siglingu að henni er hún mjög vinsæl hjá heimamönnum, enda er það mjög skemmtilegt að vera í sundi og horfa á ísjakana fljóta framhjá í firðinum.

22.
Rúmlega 500 plöntu- og blómategundir prýða Grænland á sumrin.
Heimskautslandið er grænna en maður myndi halda. Á þeim stutta tíma sem Grænland fær sumar eru fjöllin þakin fallegum blómum, mosum og öðrum jurtum. Eyjan Disko Island er í sérstaklega miklum blóma og finnast þar um helmingur allra blóma Grænlands. Garðar fólksins fara ekki fram hjá manni  með blómum úr öllum regnbogans litum.


23. 
Mjög lítill raki er á Grænlandi.
Loftið er mjög þurrt í landinu og þar er því lítill raki. Lága hitastigið virðist því ekki eins lágt, kuldinn er viðráðanlegri og leiðir ekki eins inn að beinum. Þetta veldur því líka að maður getur séð lengra en venjulega, hlutirnir virðast nær en þeir raunverulega eru. 





No comments:

Post a Comment