SAGA



Saga


1. 
Fyrsti inúítinn kom til Grænlands fyrir u.þ.b. 4500 árum.
- Talið er að Papar hafi verið fyrstu mennirnir sem komu til Íslands um 250 árum áður en landið var formlega numið.
Elstu mannvistarleifar á Grænlandi eru mörg þúsund ára gamlar, frá því kannski um 2500 fyrir Krist, eða allt að 4500 ára gamlar. Það er ekkert víst hvaða fólk þar var á ferð en ljóst er að þessi, seinna kallaða Saqqaq-þjóð, bjó meðfram öllum ströndum Grænlands og flestir leifar hafa fundist við Diskóflóa á vesturströndinni en þeir voru þó líka á austurströndinni, t.d. við Scoresbysund (Ittoqqortoormiit). Skömmu seinna skaut upp ný menning á Grænlandi, sem seinna hefur verið kölluð Dorset-menning, en ekki er vitað hvort Dorset-menningin þróaðist upp úr menningu Saqqaqa eða hvort um nýtt fólk var að ræða. Dorset-menn bjuggu bæði á austur- og vesturströnd Grænlands og athyglisvert er að þeir notuðu í sumum tilfellum torf til að einangra húskynni sín eins og norrænir menn gerðu síðar.
Talið er að Papar, sem voru samkvæmt íslenskum sagnariturum írskir eða skotskir einsetumenn sem settust að í eyjum, í útskerjum Atlantshafsins og á Íslandi, hafi komið til Íslands um 250 árum áður en landið byggðist norrænum mönnum. Nokkur örnefni á Íslandi minna á Papa og þeirra vegna hafa menn oft talið víst að t.d. Papey hafi verið bústaður þeirra. Engar ritheimildir eru þó um veru Papa í Papey að finna.


2.

Grænland var numið af víkingum á 10. öld, sem skýrðu landið Grænland til að laða fólk að. 
- Ingólfur Arnarson nam fyrstur land á Íslandi í kringum 870
Eiríkur "rauði" Þorvaldsson var fyrstur til þess að nema land á Grænlandi. Hann var gerður útlægur frá Íslandi árið 982 vegna vígaferla og eyddi hann þremur árum í að kanna strandir Grænlands. Árið 985 sneri hann aftur til Ísland, safnaði fjölmennu liði og fór aftur til Grænlands og stofnaði þar tvær nýlendur, Eystribyggð, þar sem hann byggði stórbýlið Bröttuhlíð,  og Vestribyggð. Íslendingabyggðin hvarf á 14. eða 15.öld og var það líklega vegna veikinda og vegna endurteknum árekstrum við Inúítanna. 

3. 

Á landnámsöld var öll byggð á Grænlandi svipuð byggð á Íslandi
Byggingar voru að mestu byggðar úr torfi og grjóti. Fjós voru eingöngu byggð úr torfi en mikið grjót var í notað við byggingu fjárhúsa en það fór þó allt eftir því hvað hentaði hverju sinni.

4. 
Talið er að Íslendingar hafi boðað kristna trú á Grænlandi
Þó svo að heimildir stangist á er almennt talið að sumarið 1000 hafi Leifur hinn heppni, sonur Eiríks rauða, farið til Grænlands fyrir atbeina Ólafs Tryggvasonar,  til að kristna Grænlendinga.
Eiríkur rauði vildi ekki láta af heiðninni en kona hans Þjóðhildur tók kristna trú skömmu eftir komu Leifs og lét byggja kirkju sem var nefnd Þjóðhildarkirkja. 


5.

Fyrsta Kristna kirkjan í Ameríku, var byggð á Grænlandi
- Fyrsta Kristna kirkjan á Íslandi var byggð árið 1000
Löngu áður en Kólumbus nam land í Ameríku, voru víkingarnir búnir að nema land á Grænlandi. Því kemur það kannski ekkert á óvart að fyrsta kristna kirkjan í Norður-Ameríku var byggð á Grænlandi. Kirkjan heitir Hvalsey kirkja, og talið er að hún hafi verið byggð á 15. öld. Hún er samt sem áður mjög vel varðveitt. Seinasti atburður sem haldin var í kirkjunni var brúðkaup þann 16. september 1408. 



6.

Grænland hefur verið í NATO síðan 1949
- Ísland hefur einnig verið í NATO síðan 1949


7. 
Grænland varð hluti af Danmörku í júní 1953 // Ísland, hins vegar, varð sjálfstætt frá Danmörku í júní 1944 
Grænland hefur heyrt undir dönsku krúnuna síðan það varð formlega dönsk nýlenda árið 1814, eftir að hafa áður tilheyrt Noregi síðan 1261. Vegna þessa er forsætisráðherra æðsta staðan sem býðst í Grænlenskum stjórmálum þar sem Margrét II Danadrottning er landshöfðingi. 


8.
Grænland var í Evrópusambandinu frá 1973 til 1985
- Ísland hefur aldrei verið í Evrópusambandinu, en miklar umræður hafa verið undanfarin ár um hvort Ísland eigi að ganga í það.
Grænland gekk upphaflega í Evrópusambandið ásamt Danmörku árið 1973 en sagði sig úr því eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu þar sem 53% þjóðarinnar vildi segja sig úr sambandinu. Samkvæmt samkomulagi hélt Evrópusambandið þá fiskveiðirétti sínum. Grænland á þó í sérstöku sambandi við Evrópusambandið vegna tengsla þess við Danmörku.

9.

Bæði grænlenska skjaldamerkið og grænlenski fáninn voru opinberlega staðfest árið 1985. 
- Íslenski fáninn var opinberlega staðfestur árið 1915 og núverandi skjaldarmerki Íslands var opinberlega staðfest árið 1944
Grænlenski fáninn var hannaður af Grænlendingnum Thue Christiansen. Fyrsta hugmyndin um að fá eigin fána kom þó árið 1973 og svo aftur árið 1978 þegar að Grænland fékk heimastjórn. Fáninn kom svo loks árið 1985. Hvítu rendurnar í fánanum standa fyrir jöklanna, rauða röndin fyrir sjóinn, rauði hálfhringurinn fyrir sólina með neðri hluta sinn ofan í sjónum og hvíti hálfhringurinn fyrir ísjakana og snjóinn. 

10. 
Forsætisráðherra Grænlands heitir Kuupik Kleist og hefur verið það síðan 2009 //
Forsætisráðherra Íslands heitir Jóhanna Sigurðardóttir og hefur einnig verið það síðan 2009
Kuupik Kleist er fjórði forsætisráðherra Grænlands. Hann er jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem kemur frá “Inuit Ataqatigiit” flokknum en ekki “Siumut” flokknum sem hefur verið ráðandi síðustu ár. IA er vinstrisinnaður flokkur sem vinnur að fullum aðskilnaði frá Danmörku.

No comments:

Post a Comment