MENNING



Menning



1. 
Þjóðsöngurinn heitir "Nunarput utoqqarsuanngoravit" (e. You Our Ancient Land) //
Íslenski þjóðsöngurinn heitir Lofsöngur eða “Ó, Guðs vors lands”

Henrik Lund samdi textann við þjóðsönginn "Nunarput utoqqarsuanngoravit og lagið samdi Jonathan Petersen. Lagið varð opinber þjóðsöngur Grænlands árið 1916.

Hér er textinn á Grænlensku:
Nunarput, utoqqarsuanngoravit niaqqut ulissimavoq qiinik.
Qitornatit kissumiaannarpatit tunillugit sineriavit piinik.
Akullequtaasut merlertutut ilinni perortugut tamaani
kalaallinik imminik taajumavugut niaqquit ataqqinartup saani.
Atortillugillu tamaasa pisit ingerlaniarusuleqaagut
nutarterlugillu noqitsigisatit siumut, siumut piumaqaagut.
Inersimalersut ingerlanerat tungaalitsiterusuleqaarput,
oqaatsit "aviisit" qanoq kingunerat atussasoq erinigileqaarput.
Taqilluni naami atunngiveqaaq, kalaallit siumut makigitsi.
Inuttut inuuneq pigiuminaqaaq, saperasi isumaqaleritsi.

Hér er ensk þýðing:
Our country, which has become so old your head is all covered with white hair.
Always held us, your children, in your bosom and gave us the riches of your coasts.
As middle children in the family we blossomed here Kalaallit,
we want to call ourselves before your proud and honourable head.
With a burning desire to develop what you have to give, renewing,
removing your obstacles of our desire to move forward, forward.
The way of matured societies is our zealous goal to attain;
the effect of speech and letters we long to behold.
Humbleness is not the course, Kalaallit wake up and be proud!
A dignified life is our goal; courageously take a stand.

2.

Þjóðarréttur Grænlendinga er susaat sem er súpa sem inniheldur soðið selskjöt borið fram með hrísgrjónum og lauk.
-Þjóðarréttir Íslendinga eru margir, m.a hinn svokallaði Þorramatur, þ.e hangikjöt, svið, hákarl, harðfiskur o.fl, hin séríslenska kjötsúpa, skyr og jafnvel lundi.
Kjöt úr sjávarspendýrum, villibráð, fugl og fiski hafa verið aðal hráefnin í Grænlenskri matargerð öldum saman. Hátt hlutfall af kjöti í matarræði Grænlendinga útvegaði þeim næga orku og næringu allt árið um kring til þess að  komast af veturinn.


3. 
Þjóðhátíðardagur Grænlendinga nefnist Ullortuneq og er 21. júní, lengsta dag ársins.  - Þjóðhátíðardagur Íslendinga er 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar


Þjóðhátíðardagur Grænlendinga er haldinn hátíðlegur í öllum bæjum og þorpum Grænlands. Þá er honum fagnað með kirkjusamkomum, tónlistaratriðum, dönsum og fleiru. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1983 og lengsti og sólríkasti dagurinn varð fyrir valinu.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

4. 
Þjóðbúningur þeirra er gerður úr selskinni, perlum og lambaskinni. 
- Þjóðbúningur íslenskra kvenna er annars vegar upphlutur og hins vegar peysuföt.
Á fyrri tímum voru Inúítarnir í fötum sem voru einungis gerð úr skinni dýra. Fötin voru endingargóð og varði fólkið fyrir vætu og nýstingskulda. Þegar Evrópumennirnir fóru að koma til Grænlands á 18. og 19. öld tóku þeir með sér allskyns efni og einnig glerperlur. Þessi efni þróuðust svo yfir í þjóðbúning Grænlendinga sem þeir nota nú við hátíðleg tilefni. Grænlendingar nota þjóðbúning sinn á afmælum, jólum og páskum, þjóðhátíðardeginum og svo við fyrsta skóladag sinn auk annara hátíðardaga.


Til eru fimm klæðagerðir er taldar eru til þjóðbúninga íslenskra kvenna. Eru þeir upphlutur, faldbúningur og peysuföt, er eru forn dagleg klæði kvenna ásamt kyrtli og skautbúningi er hannaðir voru sem frá upphafi sem þjóðlegur stássfatnaður.
Faldbúningurinn er forn búningur kvenna og þekkist hann allavega frá 17. öld og var hann notaður langt fram eftir 19. öldinni. Nafn búningsins er dregið af höfuðfati hans, sem hefur langt og bogið blað er skeigar til himins. Til eru tvær helstar útgáfur af þessum höfuðbúnaði, krókfaldurinn og spaðafaldurinn. Í forneskju var til siðs að setja önnur höfuðföt ofan á faldinn, svo sem brúðkaupsberettur sem og barðastóra hatta, en voldugur kragi búningsins er ætlaður til stuðnings við slík auka höfuðföt. Undir lok 18. aldar fóru konur að klæðast skotthúfum í stað faldsins við þennan búning.
Peysufötin eiga upphaf sitt á 18. öld meðal vinnandi kvenna sem tóku að klæðast peysum karla og húfum, enda þóttu þau mun þægilegri en faldbúningurinn við slark og erfiðisvinnu. Urðu þau að dæmigerðum fatnaði almúgakvenna á 19. öld.
Upphluturinn er uppruninn úr undirfötum faldbúningsins, er varð að lokum sjálfstæður fatnaður.
Kyrtillinn var hannaður af Sigurði Málara Guðmundssyni um miðja 19. öld. Var búningurinn hannaður með hliðsjón af því er menn töldu landnámskonur hafa klæðst. Höfuðbúnaður kyrtilsins er ekki ósvipaður þeim sem er á faldbúningnum.
Skautbúningurinn var einnig hannaður af Sigurði. Var hann hugsaður sem nútímalegri útgáfa af faldbúningnum sem hafði fallið mjög í vinsældum eftir miðja 19. öld.
Hinn almennt viðurkenndi þjóðbúningur íslenskra karla stendur saman af ullarlokbuxum knésíðum eða síðbuxum, tvíhnepptu vesti og treyju eður mussu tvíhnepptri, (Einnig þekkist einhneppt peysa í stað treyjunnar) og skotthúfu.

5. 
Grænland á grænlensku er Kalaallit Nunaat, og þýðir land fólksins.
Kalaallit Nunaat, eða land fólksins er samheiti yfir menningu Grænlendindinga, fornleifar, bókmenntir og ýmsar aðrar upplýsingar um Grænland.
6.
Notuð er dönsk króna á Grænlandi, en notuð er íslensk króna á Íslandi.
Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að nota „venjulega“ danska seðla.

7. 
Áður fyrr kvæntustu drengir oft ungir að aldri eða um leið og þeir gátu veitt nóg handa tveim. Duglegir veiðimenn áttu því oft tvær konur en sjaldan fleiri.


8. 
Meðal limalengd karla á Grænlandi er 13,7 cm en meðal limalengd karla á Íslandi er 16,5 cm
Ísland er í 66. sæti á listanum yfir stærstu limi í heimi en Grænland í 89. sæti. Ísland hefur því sigurinn hér, en ekki er þetta árangur sem hægt er að vera stoltur af.

9. 
Fæstir Grænlendingar kunna að synda og sumir þeirra koma til Íslands til að læra það.
Ástæða þess að sundkennslan á Grænlandi er lítil sem engin er vegna skorts á sundlaugum, en aðeins eina sundlaug er að finna á Grænlandi, í Nuuk. Fjölda austur-grænlenskra barna er boðið til Íslands á sundnámskeið á hverju ári. Þar sem Nuuk er staðsett á vesturströndinni og samgöngur á Grænlandi erfiðar, nýtist íbúum á austurströndinni sundlaugin ekki neitt. Sundkunnátta grænleskra barna er ábótavant og hefur leitt til fjölda slysa þar sem börn hafa drukknað og því standa ýmsir íslenskir aðilar að komu barnanna til landsins. 


10.

Kayak, Anorak og Igloo eru allt orð sem tekin voru inn í ensku beint frá grænlensku 
Kajakar, eða Qajaq, voru upprunalega notaðir af eskimóum sem notuðu þá til að komast á milli staða á Grænlandi. Hafísinn var veigamikill en þeir nýttu sér ílöngu og mjóu lögunina til að komast á milli spruna á ísnum. 

Anorak, eða anoraq, er þungur, hlýr og vatnsheldur jakki, sem er heldur betur nauðsynlegur á Grænlandi.


Igloo, eða Iglu, eru snjóhús sem upprunalega voru smíðuð af Inúítum. Iglu voru lítil kúlulaga snjóhús sem hlífðu fólkinu fyrir veðri og vindum.


11. 

Áður fyrr voru ósættir milli manna útkljáð með hólmgöngu sem fólgin var í því að syngja níðisvísur á milli manna. 
þar sem kæran var bundin í viðkvæði hverrar vísu og á meðan var barið á bumbu. Bardagar og áflog þóttu hundaeðli en ekki manna.   

12. 
Túpilak er eitt af því frægasta sem grænlendingar búa til og er lítil útskorin (oftast í bein) fígúra sem býr yfir miklum goðsagnakenndum töframætti.
Á Grænlensku þýðir Túpilaki sál eða andi forfeðra. Orðið var upphaflega notað  yfir dularfulla óheillvænlega anda sem voru fjötraðir í fígúrunni með sunginni töfraþulu, settir í sjóinn til að hafa uppi á óvini og hann drepinn. Túpilakar eru gerðir eftir fjölda fígúra úr goðsögnum Inuúíta t.d. Móður sjávar sem er ein frægasta goðsögn GrænlendingaTúpilakar eru gerðir úr viði, beini, tönnum og hreindýrahornum en það er tiltölulega ný til komið að búa til Túpilaka til sölu.

Eitt af því frægasta sem íslendingar gera til sölu eru allskonar ullarvörur, s.s peysur, húfur, vetlingar o.m.fl.



13. 
Ein aðalhátíð Grænlendinga í norður grænlandi er endurkoma sólarinnar 13. janúar þar sem hún birtist á ný eftir nokkra mánaða fjarveru.
-Ein aðalhátíð Íslendinga er verslunamannahelgin sem haldin er fyrstu helgina í ágúst
Fjöldi fólks norðan við norðurheimskautsbauginn á Grænlandi fagnar endurkomu sólarinnar á hverju ári með skóla eða fjölskyldum skemmtiferðum. Farið er á hundasleðum til vel þekktra hæða t.d. til Holms Hill( Seqinniarfik) til að taka á móti fyrsta sólarljósinu með söng, ljóðum, hátíðarmat, kaffi og heitt súkkuladi.
14.
Í Grænlandi er bara að finna hringtorg og gatnamót stýrð af umferðarljósum í
höfuðborginni, Nuuk.
-Á Íslandi er gott gatnakerfi og þjóðvegur umhverfis landið

Allir aðrir bæir á Grænlandi eru mjög litlir og því er ekki þörf á hringtorgum né gatnamótum stýrðum af umferðarljósum þar.

15.
Það eru í raun bara tveir ferðamátar milli bæja í Grænlandi, skip eða þyrlur/flugvélar
- Á Íslandi er hægt að ferðast um landið á bíl eða með flugvélum. Fæstir sigla umhverfis landið
Aðal flug- og þyrlufélagið á Grænlandi heitir Air Greenland. Það flugvélag sér um áætlunarflug á milli bæja í Grænlandi og einnig frá Grænlandi til Danmerkur. Nánari upplýsingar um Air Greenland má finna hér


16.
Sex ára börn á Grænlandi eru alltaf í grænlenska þjóðbúningnum fyrsta skóladaginn sinn.
Þjóðbúningur Grænlendinga er mikið notaður, en sérstaklega á hátíðardögum svo sem eins og á þjóðhátíðardeginum, í fermingum, í brúðkaupum, á páskum og jólum, á fyrsta afmælisdegi barna og fyrsta skóladag sex ára barna.

17.
Í kringum páska eru hundasleðakeppnir haldnar um allt Grænland. U.þ.b. 12 hundar eru fyrir framan hvern sleða.
Sleðahundakeppnir eru mjög vinsælar víðar um Evrópu, t.d. í Alaska, Kanada, Austurríki og ekki síst á Grænlandi. Tíminn í kringum páska, sem sagt mánuðirnir mars og apríl henta best í þessar keppnir. Til eru margar reglur um hvernig eigi að taka þátt í hundasleðakeppni en þær eru breytilegar eftir keppnum og löndum. Í flestum tilvikum er keppandinn þó undan sjálfum sér og hundunum sínum kominn og má ekki þiggja hjálp utanaðkomanda um leið og keppnin er hafin. Á Grænlandi teljast sleðahundar u.þ.b. 21000 en flest þeirra lifa í mjög slæmum aðstæðum og fá ekkert að éta vegna þess að margir eigendur eiga ekki efni á því. Það er einnig mjög vinsælt hjá túristum að ferðast um Grænland á hundasleða og því eru margar ferðaskrifstofur farnar að bjóða upp á þessa þjónustu. Ferðalögin á sleðanum geta verið allt frá nokkrum klukkustundum upp í margra daga ferðir.

18.
Opinber tungumál í Grænlandi eru grænlenska og danska
- Opinbert tungumál á Íslandi er aðeins íslenska
Flestir Grænlendingar kunna bæði dönsku og grænlensku. Á Íslandi kunna einnig lang flestir ensku reiprennandi, og margir getað "reddað sér" í dönsku.
19.
Tónlist innfæddra Grænlendinga eru trommudansarnir.
Vinsælasta tónlistin í Grænlandi er hip-hop og rokk.

Trommudansar snúast um einn dansara sem semur lag, sungið af fjölskyldu sinni á meðan hann dansar, oftast í litlu snjóhúsi sem kallast qaggi. Svoleiðis snjóhús eru búin til einungis fyrir slíka viðburði eins og trommudansa. Þessir dansar eru aðallega iðkaðir sem hrein skemmtun og persónuleg túlkun en þeir eru líka mjög mikilvægir í menningu Inúítanna. Þessi hefðbundna grænlenska tónlist lifir enn í dag.
Grænlendingar voru í algjörri einangrun frá bandarískri tónlist fram á seinni hluta 20. aldar. Síðan þá hefur amerískt hip-hop og rokkið haft mikil áhrif á þjóðina. Hip-hop hljómsveitin Nuuk Posse hefur verið mjög vinsæl og áhrifamikil síðustu ár og fimmtungur þjóðarinnar keypti fyrstu plötu rokksveitarinnar Sume's Sumut sem hefur hlotið mikilla vinsælda. Meðlimir hljómsveitarinnar nota grænlenskar hefðir eins og trommudansana og grænlenska tungu.


No comments:

Post a Comment